Á ISIC ráðstefnunni í Kaupmannahöfn i október 2004 var ákveðið að koma eftirfarandi upplýsingum í blöð aðildarlandanna.
Upplýsingarnar höfða til allra ræktenda og eiganda að íslenskum fjárhundum og ættu allir sem vilja varðveita íslenska fjárhundinn í framtíðinni að lesa þær.
Til að tryggja framgang íslenska fjárhundsins fyrir komandi kynslóðir, er mikilvægasta verkefni ISIC og allra klúbba að varðveita, og ef mögulega er hægt, að auka við genabreidd stofnsins. Með tilkomu ISIC samvinnunnar hefur orðið til nokkuð sem er einstakt fyrir eitt kyn, það er að segja gagnagrunnurinn um alla íslenska fjárhunda sem eru ættbókarskráðir í heiminum, frá þeim tíma er byrjað var að skrá hunda á Íslandi fyrir ca. 50 árum.
Með tilliti til þeirra hunda sem eru grunnurinn (upphafið) fyrir tegundina, skiptir samt mestu máli að hafa þekkingu á öllum hundum í heiminum, til hagnýtis fyrir áframhaldandi ræktun. Það er samt hvað sem öðru líður áhætta að þessir möguleikar takmarkist, og við viljum þess vegna biðja meðlimi og einkum ræktendur, að vera meðvitaðir um það sem stendur hér að neðan. Þrátt fyrir að það séu ekki margir sem hafa áhuga á upplýsingum um samtökin, sýnir þetta hvaða þýðingu þau geta haft fyrir framhald á framgangi hundakynsins.
Við sem myndum þær sjö opinberu ræktunardeildir innan ISIC, erum gegnum hundaræktarfélög okkar landa tengd ,,Federation Cynologique Internationale” (FCI), stærstu samtök sinnar tegundar í heiminum.
Öll FCI-löndin hafa í gegnum alþjóðlegt samkomulag samskonar kröfur um útgáfu á ættbókarskrám. FCI ábyrgist gegnum sín samhljóma lög sannleika ættbókanna.
Á Norðulöndum fer fyrrnefnd ættbókarskráning fram hjá hundaræktarfélögum landanna- í Danmörku hjá DKK.
Í Þýskalandi er innan þýska hundaræktarfélagsins , viðurkenndur sérklúbbur ,,Þýskur klúbbur fyrir norræna hunda” (DCNH) - ábyrgð á tegundum og ættbókarskráningum fyrir norræn hundakyn, meðal annars íslenska fjárhundinn. Í gegnum sína tenginu við þýska hundaræktarfélagið er DCNH hluti af FCI.
Það er samt til klúbbur sem ekki er viðurkenndur, er hann fyrir áhugafólk um hreinræktun í Þýskalandi. Hann er kallaður ,,Vereinigung der Züchter, Besitzer und Freunde des Islandhundes in Deutschland “ (vdZBF) Félagsskapur ræktenda, eigenda og vina Íslandshundsins í Þýskalandi. Undir pappírum frá þeim stendur ,,Freunde”. Þessi klúbbur er ekki innan FCI eins og við hin, og hjá þeim eru útgefnar ættbækur með þeim skilmálum, að þær séu ekki viðurkenndar af hundaræktarfélögum innan FCI. Afkvæmi skráð af Freunde, fá sem sagt ekki ættbækur sem eru viðurkenndar, þó svo hundarnir eigi foreldra með FCI-ættbækur. Afkvæmin nýtast þar með ekki til framhaldsræktunar hjá viðurkenndum ræktunarfélagögum innan FCI. Þessa hunda er ekki hægt að sýna eða leyfa þátttöku í keppnum á nokkrum vettvangi inn FCI-samtakanna.
Ræktendur innan hinna alþjóðlegu ræktunarfélaga sem selja/afhenda hunda til VdZBF eða annarra óviðurkenndra klúbba (sem velja að vera utan okkar reglna og skrá hunda á sinn hátt) taka þá áhættu þar með að minnka genabreidd kynsins.
Ættbækur viðurkenndar af félögum sem eru innan FCI, þekkjast af merki FCI (lógói)