Til ræktenda íslenska fjárhundsins.

Mikilvægt

Mikilvægt er að ræktendur kynni sér vel lög og reglur Hundaræktarfélags Íslands og sérstaklega þær kröfur sem gerðar eru fyrir skráningu gota í ættbók. 

Reglugerð um skráningu í ættbók Hundaræktarfélags Íslands

Skilyrði til undaneldis og skráningar.

Mjaðma-myndataka

Skilyrði fyrir skráningu íslenskra fjárhundshvolpa í ættbók hjá HRFÍ er að báðir foreldrar hafi verið myndaðir með tilliti til mjaðmaloss (HD) og að niðurstaða liggi fyrir.
Óheimilt er að rækta undan hundum með mjaðmalos af gráðu E (e. severe/E dysplasia).
Gildir frá 1. maí 2017.

Augnskoðun

Einnig þurfa báðir foreldrar að hafa gilda augnskoðun við pörun. Athugið að augnskoðun gildir í 12 mánuði hjá hundum fyrir þriggja ára aldur en séu hundar augnskoðaðir eftir að þeir eru fullra þriggja ára gildir augnskoðunin í 26 mánuði. Niðurstöður þessara skoðana eiga að vera kunnar fyrir pörun.

Athugið að augnskoðun, sem framkvæmd er eftir 7 ára aldur, gildir ævilangt að því tilskyldu að undaneldishundur hafi tvisvar áður verið augnskoðaður án athugasemda eða augnsjúkdóma
(sbr. beiðni frá DÍF 15.01.2018).

Greinist hundur með staðfesta arfgenga starblindu ( post. pol. cataract) mun hann verða skráður í ræktunarbann (sbr. beiðni frá DÍF 30.09.2004). Undanskilið ræktunarbanni er anterior polar cataract en para verður við hunda sem standast augnskoðun án athugasemda eða augnsjúkdóma
(sbr. beiðni frá DÍF 09.09.2015).

Greinist hundur með arfgenga vaxandi sjónurýrnun (PRA) fást hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir. Hundurinn, foreldrar og afkvæmi hans eru sett í ræktunarbann. (Gildir frá 01.09.2012).

Undaneldis-rakkar

Hafi rakki HVORKI verið sýndur á hundasýningu eftir 6 mánaða aldur NÉ eigi skráð afkvæmi þarf vottorð um að bæði eistu hans séu rétt staðsett að fylgja skráningu.

Ræktanda er skylt að kaupa ræktunarnafn við ættbókarskráningu þriðja gots á fimm ára tímabili.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Hundaræktarfélags Íslands:
http://www.hrfi.is