Til sölu

Til sölu Hér geta meðlimir í díf auglýst ýmiskonar muni tengda íslenska fjárhundinum sem þeir hafa til sölu.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við umsjónarmann vefs.

ISIC næla

Lýsing:
ISIC - Icelandic Sheepdog International Comittee - hefur látið útbúa barmnælu með merki ISIC. DÍF hefur þessa nælu til sölu og er jafnvel talið að nælurnar öðlist söfnunargildi í framtíðinni. Nælan er blá, rauð og grá, 2 x 2 cm að stærð og kostar 500 kr/stk, auk sendingarkostnaðar. Áhugasamir eru hvattir til að senda línu á dif@dif.is.

500.- kr

Tengiliður:
Deild íslenska fjárhundsins


DVD - myndband um íslenska fjárhundinn

Lýsing:
HRFÍ hefur gefið myndband sitt um íslenska fjárhundinn út á DVD en áhugasamir geta keypt eintak á skrifstofu félagsins.

.- kr

Tengiliður:
Hundaræktarfélag Íslands
S: 588-5255


Veggspjald með myndum af íslenska fjárhundinum

Lýsing:
Bæntasamtök Íslands hafa gefið út veggspjald með myndum af íslenska fjárhundinum en erfðanefnd landbúnaðarins styrkti útgáfu þess. Á veggspjaldinu eru 27 myndir en það kostar 1.500 kr. m/vsk en einnig er hægt að fá minna veggspjald í stærðinni A3 sem kostar þá 900 kr. m/vsk. Ath. sendingarkostnaður er ekki innifalinn. Þeir sem vilja nálgast veggspjald er bent á að hafa samband við Guðna í síma 894-1871. Einnig er hægt að fá veggspjaldið sent en bætist þá sendingarkostnaður við uppgefið verð.

1500.- kr

Tengiliður:
Guðni
S: 894-1871