Fundargerðir


11.07.2016

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins Fundur nr. 6

Mánudagur 11. júlí 2016 kl.18:00

Eyjahrauni, Þorlákshöfn

 

Mættir eru:

Margrét Bára Magnúsdóttir – formaður

Arnfríður Inga Arnmundsdóttir – ritari

Linda Björk Jónsdóttir - gjaldkeri

Sunna Líf Hafþórsdóttir – meðstjórnandi

Helga Andrésdóttir – meðstjórnandi

Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir – tengiliður HRFÍ

 

Ræktunarmarkmið

Ræktunarmarkmið lesið yfir og samþykkt af stjórn. Margrét Bára ætlar að óska eftir fundi með stjórn HRFÍ til þess að leggja fyrir markmiðið til samþykktar.

ISIC fundurinn í Svíþjóð

Rætt um ýmis mál tengd ISIC fundinum. Margrét Bára ætlar að biðja um upplýsingar um ræktunarnefnd ISIC. Rætt var um hver ætti að borga fyrir fyrirlestra á ráðstefnunni.

Bæklingar

Bæklingarnir eru tilbúnir og verður þeim dreift í vikunni.

Gagnagrunnur

Samningur á íslensku með þýðingu verður lagður fram á ISIC fundinum um að Guðni Ágústsson eigi gagnagrunn ISIC en ISIC eigi gögnin í honum. Guðni gefur ISIC leyfi til að nota gagnagrunninn.

Dagur íslenska fjárhundsins 18. júlí

Ýmis praktísk atriði varðandi daginn rædd.

Deildarsýning DÍF 2016 og 2017

Sýningin gekk vel og almenn ánægja var með hana. Uppgjör bíður þar til greiðsla hefur borist frá HRFÍ. Hans Åke verður dómari á deildarsýningu DÍF í ágúst 2017. Rætt var um að halda sýninguna í Félagslundi. Einnig var rætt um þá hugmynd að bjóða norskum lundahundum og corgi hundum að vera með og að Hans Åke haldi fyrirlestur í tengslum við sýninguna, ákveðið var að bera það undir hann.

Önnur mál

Fjármál víkingadeildar DÍF og dags íslenska fjárhundsins rædd. 

DÍF hefur boðist að kaupa rallýspjöld af félagsmanni. Ákveðið var að kaupa ekki spjöldin. 

Enn vantar auglýsingar fyrir dagatal. 

Útvega þarf bikara fyrir næstu sýningu.

 

 

 

Fundi slitið kl. 22:00

F.h. stjórnar

Arnfríður Inga Arnmundsdóttir ritari