Fundargerðir


21.01.2016

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins.                                  Fundur nr.12

Fimmtudaginn 21.janúar 2016

Maríubaugur kl.18.30

Mættir eru:

Margrét Bára Magnúsdóttir-formaður.

Brynhildur Bjarnadóttir-ritari.

Linda Björk Jónsdóttir-gjaldkeri.

Helga Andrésdóttir-meðstjórnandi.

Sunna Líf Hafþórsdóttir-meðstjórnandi.

Þorsteinn Thorsteinsson-tengiliður HRFÍ.

 

1.  Fundargerðir 4.nóv.2015 lesin og samþykkt.

2. Ársfundur 15.mars 2016.

Í húsnæði HRFÍ kl.20.00 – Herdís Hallmars verður fundarstjóri.

3. Vefsíða DÍF,umsjón og hýsingarfyrirtæki.

Linda vill skipta um hýsingafyrirtæki þar sem núverandi fyrirtæki er ekki að standa sig. Linda vill hætta að sjá um síðuna, finna þarf einhvern til að sjá um síðuna.Stjórn samþykkir það.Linda mun verða búin að fá tilboð í hýsingu fyrir næsta fund.

4. Ársheftið.

Royal Canin mun styrkja deildina eins og í fyrra með því að borga prentkostnað við Ársheftið.Vinnan við heftið gengur vel.

5. Bókin hennar Elke,opið hús.

Ætlum að athuga með kaffi Meskí í Skeifunni,kl.18-20 1.mars.

6. Stigahæstu hundar.

Komu fram tillögur um stigagjöf,verður til fyrir næsta fund.

7. ISIC skýrsla og ársskýrsla deildarinnar.

Er í vinnslu,Helga sér um ISIC skýrsluna.

8. Útför frú Sigríðar Pétursdóttur.

Allt tilbúið sem DÍF ætlar að gera.

9. Dagatalið

Ágæt sala. Selst helst á pósthúsum.

Prentuð 2000 eintök,ca 200 stk.eftir.

Þarf að fara að auglýsa eftir myndum.

Peningamál standa ágætlega,ca.200.000 kr. útistandandi.

Rætt um innheimtu auglýsinga í dagatalinu,hvað sé eðlilegur greiðslufrestur reikninga fyrir þær.

10. Önnur mál.

Vantar farandbikar,verðlaunabikara og verðlaunapeninga. Samningurinn við Dýrheima rann út um áramót.Margrét Bára talar við Dýrheima um að styrkja okkur áfram.

Deildarsýning 2016 .Þurfum að fara að auglýsa sýninguna.

Rakkalistinn, heitar umræður um hvað eigi að koma fram á rakkalistanum.

Næsti fundur,11 febrúar kl.19.00 í Votmúla.

Fundargerð lesin og samþykkt

Fundi lokið kl.23.00