Fundargerðir


15.03.2016

Ársfundur deildar íslenska fjárhundsins.

Þriðjudagur 15.mars 2016

Húsnæði HRFÍ-Síðumúla kl.20.00

 

Margrét Bára setur fundinn og biður um leyfi fundarins til þess að breyta einum lið áður auglýstrar dagskrár, bæta við lið nr.6, skoðunnarmenn reikninga. Samþykkt.

1. Kosning fundarstjóra.

Margrét Bára stingur upp á Guðna Ágústssyni sem fundartjóra-samþykkt.

Brynhildur Bjarnadóttir kosin ritari fundarins.

Guðni kannar lögmæti fundarins og var hann auglýstur með nægum fyrirvara.

Guðni stingur upp á að hafa fyrirspurnir eftir lestur ársskýrslu og ársreiknings.

2. Ársskýrsla stjórnar.

Margrét Bára Magnúsdóttir les skýrslu stjórnar.

3. Ársreikningar.

Linda Björk Jónsdóttir fer yfir reikninga deildarinnar.

Fyrirspurnir út í ársskýrslu og ársreikning.

Jón Magnússon spyr um hagnað, Linda segir ca .40.000 í hagnað.

Magnea Haðardóttir spyr út í efnahagsreikninginn,að liður 2. í skýringum stemmi ekki.

Guðríður Valgeirsdóttir þakkar stjórn fyrir óeigingjarnt starf og flotta skýrslu. Spyr út í augnskoðunnarniðurstöður (ok)  á rakkalistanum, hélt það væri án athugasemda. Margrét Bára svarar,  það er án arfgengra sjúkdóma.

Þórhildur Bjartmarz þakkar stjórn fyrir. Finnst vanta upplýsingaflæði frá fulltrúaráðsfundum og ISIC fundum. Vill að skilaboðum verði komið áleiðis til félagsmanna. Sama með ISIC skýrsluna, finnst vanta inn helstu mál sem rædd voru.

Guðni Ágústson, um rakkalistann, vill fá hunda sem eiga 30 afkvæmi eða fleiri út af rakkalistanum. Ársheftið, Guðni vill að ársheftið komi inn á heimasíðuna. Guðni afhenti Margréti Báru, elstu fundargerðarbækur DÍF, sem Elís Stefánsson batt í leður.

Elís Stefánsson spyr út í prentkostnaðinn á dagatalinu, af hverju hann sé svona hár. Linda Björk útskýrir að það hafi verið prentuð 2 dagatöl, 2015 og 2016.

Unnur Sveinsdóttir spyr út í stigagjöf við stigahæsta hund, af hverju hafi ekki deildarsýningin verið tekin þar með. Margrét Bára segir að nýtt kerfi hafi ekki verið tilbúið. Misskilningur hafi verið hjá stjórninni og það sé ekki hægt að gera svona lagað nema að hafa kynnt það fyrir félagsmönnum fyrst.

Hafþór Sveinbjörnsson segir að ekki hafi þurft að kynna þetta þegar byrjað var á þessu í upphafi. Linda Björk svarar að þetta hafi átt að vera til skemmtunnar.

Þorsteinn Thorsteinson segir að mismunandi reglur gildi í öðrum deildum.

Margrét Bára segir að stigakerfið verði útskýrt undir önnur mál.

 

 

4. Afhending verðlaunaskjala.

Margrét Bára kynnir verðlaunagripinn frá Hans Åke Sperne og May-Britt Sannerholt sem afhent er stigahæsta íslenska fjárhundinum. Les upp hvaða hundar hafa hlotið hann frá árinu 2003, þegar hann var gefinn.

Stigahæsti hundur 2015 er ISCh Snætinda Vaka.

Stigahæsti hundur af gagnstæðu kyni- Stefsstells Kolmar Krómi.

Stigahæsti ræktandi ársins –Snætinda ræktun.

Stigahæsti hundur í bronsprófi- Kirkjufells Sandra.

Stigahæsti hundur í hlýðni 1 prófi – Kirkjufells Sandra.

Stigahæsti hundur í hlýðni 2 prófi – OB1 Arnarstaða Þór þrumugnýr.

Sigahæsti hundur í hundafimi- Eldhamars Sunna Sól.

 

5. Stjórnarkjör.

Kjósa þarf 3 í stjórn. Brynhildur Bjarnadóttir gefur ekki kost á sér áfram. Margrét Bára Magnúsdóttir og Helga Andrésdóttir gefa kost á sér áfram.

Arnfríður Inga Arnmundsdóttir gefur kost á sér .Fleiri buðu sig ekki fram. Arnfríður Inga, Margrét Bára og Helga Andrésdóttir eru því sjálkjörnar í stjórn til næstu tveggja ára.

Guðni bendir á að stjórn sé í vinnu fyrir fólkið í deildinni, þótt okkur mislíki eitthvað sem þau gera, eigi gagnrýnin að vera uppbyggileg en ekki beinast að persónum þeirra.

Hulda Rafnarsdóttir bendir stjórn á að vera ekki að svara erindum inni á facebook síðu deildarinnar, það sé óviðeigandi.

6. Skoðunnarmenn reikninga.

Ingibjörg Þengilsdóttir gefur áfram kost á sér. Samþykkt.

7. Önnur mál.

Þórhildur Bjartmarz kynnir dag íslenska fjárhundsins 18.júlí. Les fundargerð fyrsta fundar dags íslenska fjárhundsins frá 2.feb. (sbr.facebook síðu) Kynnir veggspjald sem hópurinn ætlar að láta gera í auglýsingarskyni fyrir dag íslenska fjárhundsins. Hvetur alla til þess að gera hundinn áberandi þennan dag, taka myndir af sér og hundinum og birta á facebook.

Leggur til við aðalfund að ath. hvort við getum skráð þennan dag opinberlega sem dag íslenska fjárhundsins. (sótt um hjá Innanríkisráðuneytinu)

Þórhildur talar um að varðveita þyrfti gömlu fundargerðir DÍF( sem Elís Stefánsson batt inn) á skjalasafni þar sem fólk getur lesið þær.

Linda kynnir nýtt stigakerfi fyrir sýningahundana , verður sett inn á vefsíðu DÍF.

Heimasíðan, Linda segir hýsingaraðilann ekki hafa staðið sig. Nú er búið að kaupa nýjan hýsingaraðila og er verið að færa allt af síðunni yfir á nýja staðinn, ekki hægt að uppfæra á meðan.

Linda tekur fram að augnskoðunarniðurstöður séu færðar inn í samræmi við hvernig HRFÍ færir þær inn í kerfið hjá sér. Einhverjir virðast ekki hafa treyst því sem stendur á heimasíðunni.

Þorsteinn Thorsteinson leggur til að fundurinn samþykki að senda HRFÍ bréf þess efnis að leyfa áfram að senda mjaðmamyndir til USA til úrlestrar. Þorsteinn segir að í fundargerð HRFÍ frá 15.feb. komi fram tillaga um að leyfa aðeins lestur mynda í Svíþjóð. Fundurinn samþykkir það og stjórn DÍF mun senda erindi til HRFÍ.

Helga Andrésdóttir segir grun um aukningu eineistunga í stofninum og kynnir  hugsanlegt eyðublað þar sem dýralæknar myndu merkja við í viðeigandi reit á sama tíma og hvolpar eru örmerktir. Góðar undirtektir.(sjá fylgiskjal nr.03.16)

Linda Laufey Bragadóttir um augnskoðunnarlistann, finnst vanta upplýsingar um augnsjúkdóma.

Jórunn Sörensen, talar um mjaðmamyndir, að varhugavert sé að taka ekki mark á niðurstöðum mjaðmamynda.

Unnur Sveins vill ekki að bannað sé að nota hunda með mjaðmalos.

Jón Magnússon ekki sammála, Helga Andrésdóttir nefnir að enginn íslenskur fjárhundur hafi myndast með E mjaðmir síðustu 3 ár.

Þorsteinn nefnir dæmi um íslenskan fjárhund með alvarlegt mjaðmalos, þetta getur haft áhrif á einstaka hund. Hann nefnir að samkvæmt FCI reglum skuli ekki rækta frá hundum með D eða E mjaðmir.

Þórhildur leggur til að díf hafi möppu þar sem öllum greinum um íslenskan fjárhund verði safnað í, eins konar úrklippubók. Jákvæðar undirtektir við því.

Guðni Ágústson ber upp tillögu fyrir fundinn: Aðalfundur díf samþykkir að 18. júlí verði dagur íslenska fjárhundsins og reynt verði að fá daginn skráðan sem slíkan á opinberum vettvangi. Tillaga frá Þórhildi Bjartmarz. Fundurinn samþykkir með lófataki.

Margrét Bára þakkar fundarstjóra, bíður Arnfríði Ingu velkomna í stjórn og þakkar Brynhildi Bjarnadóttur fyrir unnin störf. Talar um óþarfa dónaskap í garð Lindu Bjarkar út af vefsíðumálum og eins dónaskap á fésinu. Nefnir að búið sé að setja leikreglur um fésbókarsíðu deildarinnar.Talar um að það þyrfti eins konar hópefli, þetta snúist um hugarfar okkar, eigum ekki að vera að hnýta í hvert annað. Þurfum að bera virðingu hvert fyrir öðru. Annars geti ekki verið ánægjulegt að vinna í þessari deild.

Margrét Bára tilkynnir að Hulda Rafnsdóttir mun taka við heimasíðunni af Lindu.

Margrét Bára biður fólk að senda myndir fyrir dagatalið.

Margrét Bára þakkar fyrir kvöldið og slítur fundinum.

 

Fundi slitið kl.22.45

F.h.stjórnar

Brynhildur Bjarnadóttir

Ritari stjórnar.