Fundargerðir


28.08.2014

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins.

Fimmtudaginn  28. Ágúst 2014.

Arnarstaðir kl. 17.00.

 

Mættir eru :

Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir – formaður.

Margrét Bára Magnúsdóttir – gjaldkeri.

Brynhildur Bjarnadóttir – ritari.

Linda Björk Jónsdóttir – meðstjórnandi.

Helga Andrésdóttir – meðstjórnandi.

Þorsteinn Thorsteinsson – tengiliður HRFÍ.

 

1. Fundargerðir  funda  25. maí og 12. júlí. lesnar og samþykktar.

2. Þátttaka í afmælishátíð HRFÍ.

Stjórn ákveður að vera með bás á hátíðinni. Margrét Bára mun láta prenta 250 eintök af kynningarbæklinginum  til að hafa á básnum. Einnig verða í boði dagatöl, töskur með mynd af íslenskum fjárhundi og ársheftið. Margrét Bára ætlar að manna básinn.

3. Starfsfólk á næstu sýningu HRFÍ.

Komið að deildinni okkar að útvega starfsfólk , þurfum að útvega 15 manns. Mestur tími fundarins fór í að hafa samband við félagsmenn og fá þá til liðs við okkur. Gekk ágætlega, þó eiga einhverjir eftir að gefa endanlegt svar.

4. Þátttaka í Garðheimum.

Stórhundadagar í Garðheimum verða 27. og 28. september  næstkomandi. Ákveðið að DÍF taki þátt.

5. Erindi frá D.Í.F. á ISIC ráðstefnuna ?

Senda á tillögu frá D.Í.F. þess efnis að til að halda niðri ferðakostnaði , verði ráðstefnur ISIC  framvegis haldnar í Kaupmannahöfn eða Malmö. Þorsteinn og Helga sjá um að semja tillöguna.

6. Pörunarbeiðnir.

Nokkrar pörunarbeiðnir hafa borist. Helga og Margrét  Bára upplýstu stjórn um gang mála.

7. Bikaramál –sýning 7. September 2014.

Kaupa þarf 3 bikara fyrir sýningu og verðlaunapeninga fyrir hvolpaflokka. Guðríður formaður mun hafa samband við Bendir ehf. en fyrirtækið hefur kostað bikara og verðlaunapeninga fyrir deildina. Brynhildur ritari mun ganga frá pöntun á bikurum og verðlaunapeningum.

8. FCI glærur.

Það verk er í vinnslu.

 

Fundi slitið kl. 22.10.

F.h. stjórnar

Brynhildur Bjarnadóttir.-ritari.