Fundargerðir


25.05.2014

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins.

Sunnudagur 25. Maí 2014

Kl. 17.00 Arnarstaðir.

 

Mættir eru :

Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir – formaður.

Margrét Bára Magnúsdóttir – gjaldkeri.

Brynhildur Bjarnadóttir – ritari.

Linda Björk Jónsdóttir – meðstjórnandi.

Helga Andrésdóttir – meðstjórnandi.

Þorsteinn Thorsteinsson – tengiliður HRFÍ.

 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar lesin og samþykkt.

2. Ársskýrslan er komin á heimasíðuna.

3. Svarbréf til framkvæmdanefndar Landsmóts hestamanna á Hellu.

Biðjum framkvæmdarnefnd Landsmóts um kort með staðsetningu fyrir kynningu  íslensku fjárhundana og tímasetningu á kynningunni. Áætlum ½ klst. í kynningu og ½ klst. þar sem fólk fær að spjalla við eigendur og klappa hundunum.Leggja áherslu á hversu fjölhæfur vinnuhundur íslenski fjárhundurinn er. Samþykkt að gera bækling á ensku og íslensku til dreifingar á Landsmóti. Ársheftið og dagatölin verða til sölu á Landsmótinu.

 

4. Sunnlenski sveitadagurinn.

Deildin tók þátt á Sunnlenskum sveitadögum.Stefanía Sigurðardóttir sá um kynninguna og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. 15 hundar af mörgum litaafbrigðum  mættu ásamt eigendum sínum.Kynningin tókst ágætlega, en mikil seinkun var á dagskránni og mjög mikil rigning.

 

5. Fulltrúaráðsfundurinn.

Guðríður formaður og Brynhildur ritari sóttu fundinn fyrir hönd deildarinnar. Nýjar grundvallarreglur kynntar. Verðum að hamra meira á ræktunarkröfum fyrir kynið.

Guðríður stingur upp á að settur verði linkur á fulltrúaráðsfundargerð á póstlista deildarinnar.

 

6. Skipun í nefndir.

Margrét Bára stingur upp á að stofna göngudeild fyrir austan, ætlar að tala við Brynhildi Ingu Einarsdóttur.

Linda Björk segir sig úr skemmtinefnd.

Ársheftið verður áfram í höndum Lindu og Þorsteins.

Ræktunarráð skipa þær Margrét Bára Magnúsdóttir og Helga Andrésdóttir.

 

7. Staðan í pörunarbeiðnum ?

Allar í réttu ferli.Vantar myndir af rökkum á rakkalistanum.

 

8. Ræktunarskoðun . Guðrún Ragnars Guðjónsen..

Ekki verður af ræktunarskoðun í bili þar sem Guðrún Ragnars Guðjónsen er léleg til heilsunnar.

 

9. Sýningar 21. og 22. Júní.

Deildarsýningin okkar er á laugardeginum, ætlum að hvetja félagmenn til þess að koma með kaffi og meðlæti, borð og stóla og skapa góða stemmingu. Verðum með til sölu taupoka með myndum af íslenska fjárhundinum , ársheftið og dagatöl.

 

10. Genarannsóknin LBH Hvanneyri – Hver var þessi Máni ?

Umræður voru um rannsóknina.Eitt sýni reyndist ekki merkt á fullnægjandi hátt eða merkingar glatast. Því er ekki hægt að segja með vissu hvaða hundi sýnið tilheyrir.

 

11. Minna á göngurnar á póstlistanum. Næsta ganga 27. Maí kl. 20.00 . Mæting við Olís Rauðavatni.

 

12. FCI – kynning á íslenska fjárhundinum.

Í góðu ferli. Helga Andrésdóttir og Linda Björk Jónsdóttir tóku að sér þessa vinnu.

 

Fundi slitið kl. 20.00

F. h. stjórnar

Brynhildur Bjarnadóttir – ritari.