Fundargerðir


10.04.2014

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins.

Fimmtudagur 10.apríl 2014

Kl.19.30  Arnarstaðir.

Mættir eru :

 Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir – formaður.

 Brynhildur Bjarnadóttir –ritari.

 Margrét Bára Magnúsdóttir –gjaldkeri.

 Linda Björk  Jónsdóttir- meðstjórnandi.

 Helga Andrésdóttir – meðstjórnandi.

 Þorsteinn Thorsteinsson – tengiliður HRFÍ.

 Rúnar Tryggvason – fyrrverandi gjaldkeri.

1.

Rúnar Tryggvason mun verða nýjum gjaldkera innan handar.

                    

Farið yfir bankamál deildarinnar. Félagið heitir íslenski fjárhundurinn og er með  kennitölu 660499-3349.

Breytingar hafa orðið á stjórn og þarf því að setja nýja umboðsmenn fyrir reikninga deildarinnar og munu Formaður og Gjaldkeri hafa aðgang að reikningum deildarinnar hjá Arion banka og Landsbanka Íslands eins og hefur verið síðustu ár.

Einnig var gengið frá stjórnarbreytingartilkynningu til ríkisskattstjóra.

Rúnar Tryggvason fer af fundinum.

2.

Fundargerð síðasta stjórnarfundar lesin og samþykkt.

3.

Ræktunarskoðun nr. 2 ? Stefnt er að halda næstu ræktunarskoðun fljótlega, ca. 10. eða 17. maí. Guðríður formaður mun hafa samband við Guðrúnu  Ragnars Guðjónsen og finna stað og tíma. Ákveðið er að Linda setji nöfn og ættbókarnúmer þeirra hunda sem hafa farið í ræktunarskoðun inn á heimasíðu deildarinnar.

4.

Dagur íslenska fjárhundsins. Stjórn vill halda kynningu á íslenska fjárhundinum. Fyrirspurnir þar af lútandi verða sendar á Árbæjarsafnið, Húsdýragarðinn og Landsmót hestamanna. Guðríður formaður og Margrét gjaldkeri taka það að sér.

5.

Erindi frá félagsmanni . Fyrirspurn hvort DÍF ætli að sækja um að fá auðkennið HIT samþykkt fyrir íslenska fjárhunda sem staðist hafi fjáreðlispróf. Þar sem ISIC er að þróa fjáreðlispróf sérsniðið að íslenska fjárhundinum, mun Helga Andrésdóttir kanna stöðu mála. Stjórn DÍF telur ekki tímabært að samþykkja þetta auðkenni.

6.

Erindi frá Þórhildi Bjartmarz um að halda dag þar sem íslenskir fjárhundar verða kynntir og minningu Watson haldið á lofti. Mun Guðríður hafa samband við Árbæjarsafn.

7.                                                                                                                                                                                        

Pörunarbeiðnir.  Helga og Margrét upplýstu stjórn um pörunarbeiðnirnar og stöðu mála. Gengur vel.   

8.

ISIC. Farið yfir reikninga frá ISIC.

9.

Sunnlenski sveitadagurinn á Selfossi verður haldinn 3 maí kl. 12 -18. Stjórn ákveður að bjóða fram krafta sína þennan dag og halda kynningu á íslenska fjárhundinum. Margrét gjaldkeri hefur samband við hlutaðeigandi aðila.

10.

Önnur mál.

Linda B. Jónsdóttir las fundargerð aðalfundar.

Ákveðið að framvegis mun niðurstaða augnskoðunnar fylgja hjá foreldrum hvolpa sem skráðir eru á hvolpalista deildarinnar. Öll got sem auglýst eru á síðu deildarinnar uppfylla kröfur HRFÍ um skráningu í ættbók.

Dómaramál Þorsteins Thorsteinssonar rædd. Litið var til samþykktar í fundargerð 24. janúar 2013 og er núverandi stjórnarfólk einhuga um stuðning og hvatningu Þorsteini til handa.

Helga Andrésdóttir sagði íslendinga aðeins eiga 2 dómara sem væru sérfræðingar á þjóðarhundinn. Þær væru orðnar fullorðnar og ekki að dæma lengur. Okkur vanti nýja dómara og þá ekki síst sérfræðinga á tegundina.

Deild íslenska fjárhundsins eigi að styðja við og leggja sitt af mörkum til að eignast sérfræðinga á íslenskan  fjárhund , HRFÍ og DÍF til sóma. Á það við um stuðning við Þorstein sem hefur átt, ræktað og sýnt íslenska fjárhunda í áratugi.

Aðrir í stjórn tóku undir með Helgu.

Fundi slitið kl.23.00

f. h. Stjórnar

Brynhildur Bjarnadóttir ritari.