Fundargerðir


23.05.2011

 

 

 

23.05.2011.

Klukkan 20:00

Hlaðhamrar.

 

Mættir eru Ágúst Ágústsson, Helga Andrésdóttir, Monika Karlsdóttir, Unnur Sveinsdóttir, Rúnar Tryggvason og Guðríður Valgeirsdóttir.

 

 

1.   S.h. Auglýsing herding dog digest.

Ágúst talaði við Maggý í gærkvöldi og nefnir að auglýsingin í blaðið þarf helst að vera tilbúin í kvöld en við getum skilað henni inn á morgunn.  Hún kostar 150 dollara og að auki sameiginleg síða fyrir ISIC sem kostar 50 dollara, danski fjárhundaklúbburinn bauðst til að greiða það fyrir okkur.  Maggý var búin að gera uppkast að texta sem gæti farið í auglýsinguna.  Við teljum við þurfa meiri tíma til að undirbúa góða auglýsingu og viljum ekki senda út hálfkláraða auglýsingu fyrir þennan tíma.  Samt sem áður finnst okkur mikilvægt að hafa auglýsingu frá heimalandinu þegar aðrir aðilar ISIC eru að taka þátt líka.  Ágúst talar um að fá Moniku og Helgu til að semja texta, hanna hugmynd að auglýsingu sem Maggý gæti unnið úr og gert tilbúna fyrir blaðið.  Aldur tegundar, hvaðan hún kemur og nokkra góða punkta til að undirstrika það að tegundin er sérstök.  Monika og Helga ætla að taka verkefnið að sér og reyna að klára það á morgun.  Ágúst ætlar að finna myndir til að setja í auglýsinguna.

 

2.                  Pörunarbeiðni frá Hauki Ingasyni.  Leirubakka Birta undan Leirubakka Pílu og Fjalla Gera.

Monika nefnir Drafla Trygg, Stássa, Snjófells Óðinn og Ísrima Hugljúfur.  Engar athugasemdir gerðar og því er samþykkt að hafa samband við tíkareiganda og láta vita.

Rúnar og Monika taka að sér að semja bréf og senda á eiganda Birtu og eigendur karlhunda sem var bent á.

 

3.                  AKC. Bréf til HRFI og DÍF um breytingu úr tegundahóp 7 í 5 í Bandaríkjunum

Rætt um hvort Íslenski hundurinn passi hreinlega inn í tegundarhóp 5 í Bandaríkjunum.  Þurfum að hafa samband við HRFÍ og sjá hvað þeim finnst um málið.  Það þarf að senda svar til AKC fljótlega.

 

4.                  Deildarsýning.

Sýning haldin í Janúar.  Deildin ætlar að hafa samband við gæludýr.is í Korputorgi.  Best væri að halda sýninguna 14 eða 21. Janúar.  Finna dómara.

 

5.                  Gamnisýning (opin sýning).

Þarf að finna hentugan stað til að halda.  Guðríður var búin að kanna ölfushöllina en gat ekki fengið verð því hún var ekki með dagsetningu.  Unnur kannað skátaheimili en það var ekki með inniaðstöðu ef veðrið skyldi vera leiðinlegt.  Líst öllum vel á Ölfushöllina og þar getum við verið útaf fyrir okkur.  Stefnt á 6. Ágúst.  Margrét Bára getur talað við Guðmund sem sér um ölfushöllina og athugað með einhver góð kjör fyrir okkur.

Hugmyndir að dómurum.  Lára (bjössa), Inga á sperðli, Monika, Stefanía, Steini.

Verður rætt síðar eða á emaili.

 

6.                  Tilkynning um afturköllun á reikningi 9910.

Ganga frá undirskriftum, Monika og Gústi hafa aðgang að reikningum deildarinnar.

 

7.                  Logo DÍF á límmiða fyrir bíla og fl.

Aðeins rætt um hugmyndir að fjáröflun fyrir deildina.  Límmiðar á bíla, boli osfrv.  Helga talar um að mögulega væri hægt að rugla þeim við límmiða HRFÍ því logo DÍF sé keimlíkt.  Aðeins rætt um logo deildarinnar en lokaniðurstaða er sú að þetta er logoið okkar og við notum það.  Athuga með boli, peysur ofl.  Kanna verð og Ágúst lætur vita.  Jafnvel fleiri söluvarningar.

 

8.                  Önnur mál

Susanne Schutte sendi bréf á Helgu A. Og talar um að 4 tilfelli hafi komið upp í Þýskalandi af hundum með PPM.  Kom í ljós þegar hundarnir voru augnskoðaðir áður en droparnir voru settir í augun. 

 

Ganga þarf frá erindi DÍF til stjórnar HRFÍ um beiðni á ævilöngum gildistíma augnskoðunar fyrir hunda sem eru 10 ára og eldri.  Rúnar tekur að sér að skrifa bréfið.

 

Pörunarsamningur.  Ágúst talar um 2 aðila sem voru að gera pörunarsamning og karlhundaeigandinn eftir undirskrift heimtaði fullt verð.  Það vantar á síðuna viðmiðun um hvernig á að gera samning.  Pörun hefur alltaf verið samningsatriði milli tveggja aðila segir Guðríður.  Ágúst talar um að reyna að gera leiðbeiningar til að reyna að fyrirbyggja misskilning sem gæti komið upp milli tveggja aðila.  Benda á samning frá Lilju Dóru.

 

Monika nefnir að á opna fundinum var talað um að verðlauna stigahæsta vinnuhund ársins með bikar.  Spor, smölun, osfrv.  Búa jafnvel til okkar eigin stigatöflu svo hægt sé að reikna út frá prófum sem gefa ekki nein stig.  Tekið vel í það.

 

Helga A. vill sjá fleiri hunda fara í fjáreðlispróf og talar um að María Dóra á Mórastöðum sé tilbúin að halda próf fyrir okkur. 

 

Spurningalisti fyrir ræktun/hvolpaskráningar.  Málið sett í bið og ákveðið að sjá hvernig nýja tölvukerfið hjá HRFÍ kemur út. 

 

Guðríður nefnir póstlistann og sagði að Þórhildur Bjartmars hafi ekki fengið neinn póst sendan til sín.  Rúnar kannar málið.

 

 

           

            Fundi lokið klukkan 23:00