Fundargerðir


01.09.2010

 

Stjórnarfundur 1. September 2010.  Brúnastöðum klukkan 20:00

Mættir:  Guðni Ágústsson, Rúnar Tryggvason, Helga Andrésdóttir, Elís Stefánsson, Ágúst Ágústsson.  Guðríður Þ. Valgeirsdóttir mætti klukkan 20:40.

 

Dagskrá fundar.

 

1.    ISIC ráðstefnan í Finnlandi í lok október.

Á að senda einhvern og þá hvern/hverja skal senda og hvað margir?  Helga gefur kost á sér og Rúnar ef hann getur losað sig frá vinnu.  Betra að senda 2 fulltrúa frá heimalandi, þó háð kostnaði.  Ef kostnaður er of mikill fer einungis einn fulltrúi. 

Helga fer í undirbúning á ISIC skýrslu.

 

2.    Ný Díf síða frá Lindu

Líst öllum vel á hugmyndina og sumt sem má laga.  Vissulega gera allir sér grein fyrir að síðan er ekki tilbúin.  Logo fyrir deildina (hönnun? Má nota HRFÍ merkið með breytingu?)  DÍF var búið að fá leyfi til að nota merki HRFÍ en vildu breyta um letur fyrir nokkrum árum. 

Vantar fleiri myndir af hundum ásamt öðrum hlutum.  Guðni hefur samband við Lindu og ræðir við hana.  Jafnvel spurning um að halda fund með Lindu næst þegar hún kemur til landsins.

 

3.    Ræktunarmarkmiðið á Íslensku

Þarf að fara í vinnu að þýða nýja markmiðið frá ensku yfir á íslensku.  Allir sammála um að það þarf að drífa í því að þýða og gera markmiðið klárt.  Guðríður er nú þegar byrjuð á þýðingu og vill að við hittumst aftur og vinnum þetta í sameiningu.

 

4.    Deildarsýning

Gústi ætlar að ræða við Gunnar Dungal um leigu á reiðhöllinni hans fyrir sýningu.  Reiðhöllin er staðsett ekki langt frá sólheimakoti.  Guðni sendi inn umsókn um sýningu í gærkvöldi.  Ef við ákveðum að halda sýningu verður hún haldin í janúar. 

Dómarar sem koma til greina:  Vilma Roem, Gert Kristiensen

 

5.    Rakkalistinn

Listinn hennar Helgu er samþykktur.  Ákveðið að hafa ekki D og E hunda á listanum.

 

6.    Hvolpalistinn

4. mánaða auglýsingatími.  Ekki auglýst undan hundum sem eru með útrunna augnskoðun, auglýsum allar mjaðmaniðurstöður.  Reyna að höfða til skynsemi ræktenda að para ekki saman 2 hunda sem eru báðir með mjaðmalos.  Bæta við skyldleika gots inn á listann.

 

7.    Fyrirspurn frá Unni Sveinsdóttir

Spurt var hvort DÍF ætli ekki að fara að gefa bikara á sýningum.  Það vantar farandbikar á þriðju alþjóðlegu sýningu HRFÍ sem er nýkomin inn í sýningardagskrá HRFÍ.  Ákveðið að kaupa bikara fyrir þessa tilteknu sýningu. 

 

 

Fundi slitið 22:30