Fundargerðir


02.02.2022

Stjórnarfundur Síðumúla 15, Rvk.    kl. 14:30

 

Mættir eru :

Bergrós Gísladóttir, Helga Andrésdóttir, Stefanía Sigurðardóttir og Sóley Ragna Ragnarsdóttir.  Malin Persson hefur boðað forföll.

 

Farið yfir öll mál hunda sem fengu athugasemdir á augskoðunum 2021

Fundað með framkvæmdastjóra HRFÍ, Guðnýju Ísaksen og farið yfir þau mál er útaf stóðu. Athugasemdir augnskoðana endanlega afgreiddar.

HRFÍ hefur staðfest að þrír hundar séu komnir í ræktunarbann : Pitla, IS29510/21, Kolsholts Stáli, IS19980/14, Sunnusteins Kötlugígur, IS25503/18.

 

Stjórn ræddi um niðurstöðu siðanefndar varðandi Gjósku ræktun. Ákveðið var að setja inn tilkynningu á heimasíðu og fb.síðu þar sem stjórn vill koma á framfæri að ástæðulaust sé með öllu að draga í efa réttmæti ættbóka HRFÍ fyrir íslenska fjárhunda.  Ræktunarnafn Gjósku verði einnig tekið niður af ræktendalista á heimasíðu.

Nýju síðunni sem heldur utan um dagatalið hefur verið tekið mjög vel og salan fór vel af stað. Stjórn ákveður að fljótlega verði óskað eftir myndum vegna næstu útgáfu 2023 en alltaf er hægt að senda inn myndir á netfangið dagatal@dif.is 

Díf ganga verður á næstunni, taumganga, en veðurspá hefur ekki verið okkur hliðholl það sem af er ári.

 

Fundi slitið kl. 16:00

 

 

Helga Andrésdóttir ritari