Fundargerðir


20.05.2021

 

Ársskýrsla lögð fram á ársfundi deildarinnar þann 20. maí 2021

 

Stjórn díf

Stefanía Sigurðardóttir, formaður

Malin M. Persson, ritari

Bergrós Gísladóttir, gjaldkeri

Helga Andrésdóttir, meðstjórnandi

Hrefna Sigfúsdóttir, meðstjórnandi

Tengiliður stjórnar HRFÍ er Sóley Ragna Ragnarsdóttir

 

Ræktunarráð

Helga Andrésdóttir

Malin M. Persson

Stefanía Sigurðardóttir

Dagatalsnefnd

Stefanía H. Sigurðardóttir

Ágúst Ágústsson

 

Umsjón með heimasíðu deildarinnar
Stefanía Sigurðardóttir

Umsjón fyrir gagnagrunn ISIC
Guðni Ágústssom / Helga Andrésdóttir

Umsjón með starfshópi. Dagur íslenska fjárhundsins -18. júlí
Þórhildur Bjartmarz

Stjórnarskipan og stjórnarfundir

Ársfundur 2020 var haldinn 11. júní í Gesthúsum við Engjaveg, Selfossi. Þurfti að bíða með fund þar til hægt var að boða til hans vegna gildandi takmarkana og sóttvarna í landinu v. COVID-19, en upphaflega hafði verið til hans boðað þann 28. mars 2020.
Stjórnarkonurnar Helga Andrésdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Guðný Halla Gunnlaugsdóttir voru í endurkjöri. Á fundinum gaf Guðný Halla Gunnlaugsdóttir ekki kost á sér áfram.
Bergrós Gísladóttir og Malin M. Persson gáfu kost á sér og kosið var til stjórnar.
Þær Helga Andrésdóttir, Bergrós Gísladóttir og Malin M. Persson hlutu kjör til næstu 2ja ára.
Í júní 2020 skipaði stjórn HRFÍ Sóley Rögnu Ragnarsdóttur nýjan tengilið í stjórn díf.

Stjórnarfundir á árinu voru 12 talsins, á tímabilinu  27. feb. -27. des., þar af 7 fjarfundir eftir
2. október og stjórnarsamstarf er gott. Fundargerðir eru allar aðgengilegar á heimasíðunni.

RÆKTUN

Á árinu 2020 voru 34 got skráð og 169 íslenskir hvolpar ættbókarfærðir hjá HRFÍ,  meðaltalið þá  4.97, eða því næst 5 hvolpar per got. Umtalsverð aukning og frjósemi á milli ára, auk þess að vera nýtt og glæsilegt metár í ræktun íslenskra fjárhunda frá upphafi. Af 169 skráðum, 8 export.

Til samanburðar voru
29 got og 130 íslenskir hvolpar ættbókarfærðir árið 2019 og
33 got og 146 íslenskir hvolpar ættbókarfærðir árið 2018 ( jafnframt fyrrum metár ).

 

Heilbrigði

32 hundar fóru í mjaðmamyndatöku 2020

A   14 hundar

B  5 hundar

C   10  hundar

D  3 hundar

E – enginn

22 hundar fóru í augnsk. á vegum HRFÍ  í feb. 2020 og þar af 17 hundar án allra athugasemda.

Greind tilfelli voru 5, og eru eftirfarandi :

2 hundar með Anterior Suture Cataract

1 hundur með Corneal Dystrophy

1 hundur með Distichiasis

1 hundur með grun um PRA

 

Ræktunarráð

Rannsóknarverkefni Díf á stofnstærð íslenska hundsins í landinu miðar vel áfram, þó með þeim annmörkum sem krefst þess að hittast og vinna saman.  Flokkun og allt skipulag er tilbúið fyrir áframhaldandi vinnu og verkefnastjóri er Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir.

Í nóv. sl. var sótt um breytingu á 10. kafla reglna um skráningu í ættbók hjá Ræktunar- og staðlanefnd HRFÍ,  fyrir auglýstan frest og  gildistöku 1. jan. 2021, sem frestaðist svo fram í apríl. Við fögnum því að tillaga okkar var samþykkt sem þýðir að um íslenska fjárhundinn gildir að rækta má undan A, B og C gráðu, án skilyrða.

Við viljum enn vekja athygli á að augnskoðun sem framkvæmd er eftir 7 ára aldur gildir ævilangt að því tilskyldu að undaneldishundur hafi tvisvar áður verið augnskoðaður án athugasemda eða augnsjúkdóma,  (sbr. beiðni frá díf 15.01.2018).  Höldum við um þá rakka og tíkur sem hafa ævilanga augnskoðun á þar til gerðum lista sem bíður birtingar á heimasíðunni.

Ein augnskoðun á vegum HRFÍ var haldin í upphafi árs og þar greindist einn hundur með grun um PRA og þar af leiðandi fóru alls 22 hundar í ræktunarbann. Einn hundur fór í ræktunarbann vegna Anterior Suture Cataract og einn fékk saman greiningarheiti en af elli.

Þó að lítið sem ekkert hafi verið augnskoðað í kófinu horfum við upp á metár í tölum varðandi ræktun. Eigendur og ræktendur voru duglegir að mjaðmamynda og HRFÍ veitti undanþágu frá augnskoðun með skilyrðum á undaneldisdýr þar til augnsk. verður framkvæmanleg.

Ræktunarráð tekur við pörunarbeiðnum og aðstoðar ræktendur og rakkaeigendur.

Öll erindi til stjórnar á að senda á stjórnarpóst stjorn@dif.is  eða til einstakra stjórnarmanna. 

www.dif.is er aðalsíða deildarinnar

Síðan hefur verið löguð að nokkru leiti en um tíma virkaði stafasettið illa og með því móti ýmsir valmöguleikar á heimasíðunni einnig, t.d. leit að einstaka hundum eftir nafni í gagnagrunni o.fl.
Þannig má segja að jólagjöfin í ár hafi verið að fá heimasíðuna í betra lag og læsilega á ný !  
Færum við Jóni B. Georgssyni okkar bestu þakkir fyrir alla þá faglegu aðstoð sem hann hefur veitt deildinni að kostnaðarlausu. 

Þökkum við einnig allar innsendar myndir sem bárust á árinu í grunninn og hvetur stjórn eigendur og ræktendur íslenskra fjárhunda að senda áfram inn myndir fyrir gagnagrunninn og fyrir hvolpalistann á netfangið vefur@dif.is 

Síðan er alltaf reglulega uppfærð þó minna hafi verið að sjá frá sýningahaldi og öðru slíku lifandi efni. Eins og áður sagði aðallega verið nýjar myndir af hundum og got, hvort heldur ný eða eldri got á hvolpalista díf sem ræktendur vilja halda til haga, ásamt nýjum HD niðurstöðum og þeirri einu augnskoðun sem hægt var að halda á árinu.

Heimasíðan er heilmikið skoðuð og er það vilji stjórnar og ríkjandi samstaða að leita úrlausnar í að viðhalda upprunalegu síðunni og útliti hennar sem best. Gagnagrunnur deildarinnar er mjög þýðingarmikill og verðmætur upplýsingagjafi um hundana okkar sem deildarmeðlimum þykir vænt um, enda okkar sameiginlega eign og skráð ræktunarsaga okkar hunds.

DAGATAL DÍF

Dagatal díf 2020 var gefið út í 1.200 eintökum, og prentað hjá Odda. Deildin sendi skuldlausum deildarmeðlimum dagatal í pósti, en árið 2020 voru þeir félagar samtals 328.

Stjórn tók þá ákvörðun að gefa út rafrænt dagatal á heimasíðu sinni fyrir árið 2021.
Auglýsingar voru aðallega boðnar ræktendum eins og hefð er fyrir og gekk salan mjög vel, 11 augl. frá ræktendum og 1 frá Hundaskóla HRFÍ.  Stjórn þakkar kærlega samstarfið á þessum annars skrítnu tímum og gerði sitt besta til að koma þessari útgáfu vel til skila.

 

ISIC

Fundað var á Skype í báðum hópum, formanna- og ræktunarhópi hjá ISIC 24 .október 2020 Breytingar urðu í framkvæmdanefnd ISIC, en stjórnarkonan okkar Helga Andrésdóttir var kjörin í stað Katariina Jarkko í embætti gjaldkera ISIC til næstu 3ja ára, Guðríður Þ. Valgeirsdóttir situr í sömu nefnd.  Miklar umræður um aukið samræmi á milli gagnagrunna ISIC og Dogs Clobal sem hefur gert þar tilgerðan samning við ISIC, en ræktunarklúbbarnir uppfæra ekki allir á sama stað sínar uppl. og er þessi vinna engan veginn búin.

Nýlega var fundað í frh. af þessum fundi og boðað til næstu ráðstefnu í Lillehammar í okt.2021

 

18. júlí 2020

Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða ár hvert á afmælisdegi Íslandsvinarins Mark Watson.
Þórhildur Bjartmarz og starfshópur dagsins hefur skilpulagt dagskrá í Árbæjarsafni í tilefni þessa auk samstarfs við Íslandsstofu nú, með kynningarmyndbandi sem gert var um íslenska fjárhundinn. Sóley Ragna Ragnarsdóttir sá um kynninguna á ensku þann 22. júní 2020 -
https://www.facebook.com/icelandnaturally/videos/266474491450106

Þann 18. júlí opnaði einnig myndlistasýning á verkum Sóldísar Einarsdóttir í Árbæjarsafni.

 

Íslenskur fjárhundur sjónvarpsstjarna

Sjómvarpsserían, Ráðherrann,  með Ólafi Darra og Snjófells Sólmyrkva í aðalhlutverki hófst þann 20. september og fylgdust allir spenntir með á næstu sunnudagskvöldum.
Þórhildur Bjartmarz var umsjónarmaður og helsti þjálfari hundsins,
eigandi hans er Þórunn Bjarnadóttir og ræktandi Malin M. Persson.

 

Sýningar 2020

Alþjóðleg Norðurljósasýning HRFÍ, 1. mars 2020  -  Dómari : Harry Tast frá Finnlandi

Var þetta eina sýning ársins 2020 sem haldin var skv., sýningadagatali HRFÍ. Öllum öðrum helstu viðburðum ársins var aflýst sökum heimsfaraldursins COVID-19

Stigahæsti rakki díf 2020 :

C.I.B. ISCh RW-18 Snætinda Sómi - 29 stig.
Hann varð bæði Besti hundur tegundar og 2. í gr. 5, og Besti öldungur tegundar sem endaði daginn sem Besti öldungur sýningar

Stigahæsta tík díf 2020 :

C.I.B. ISCh RW-16 Snætinda Vaka - 8 stig.
Hún varð einnig samanlagður BOS sigurvegari tegundarinnar, þ.e. Besti hundur af gagnstæðu kyni og Besti öldungur tegundar II

 

Nýr íslenskur sýningadómari á íslenskan fjárhund :

Sóley Ragna Ragnarsdóttir

 

SAGAN í mynd  
Sérstakar þakkir færum við ljósmyndaranum okkar, Ágústi E. Ágústssyni  fyrrum formanni deildarinnar fyrir mikið myndefni, öll myndasöfnin sem við eigum af hundasýningum og viðburðum íslenska fjárhundsins eftir hann, auk aðstoðar hvers kyns og vinnu í kynningarstafi.

 

 

 

Stjórn óskar ykkur innilega til hamingju með árangurinn og metnað í starfi tegundarinnar !

Fyrir hönd stjórnar, Stefanía Sigurðardóttir formaður.

 

 

 

 

______________________________________________________________
Stefanía Sigurðardóttir formaður