Fundargerðir


20.02.2021

Stjórnarfundur að Bessastöðum 20. feb., kl.11:00

Mættar eru Stefanía, Helga, Hrefna, Bergrós og Malin. Sóley Ragna hefur boðað forföll.

Formaður les fundargerð frá 26. 01. 2021 og hún samþykkt.

 

1#. Heimasíða : Stjórn telur að heimasíða díf eigi sér framtíð með aðstoð fagmanna sem þegar hafa aðstoðað stjórn við uppfærslur og viðgerðir. Stjórn hefur tekið þá ákvörðunað láta hanna skráningarkerfi sem talar við gagnagrunn díf svo unnt sé að nýskrá got 2020 og 2021 sem bíða skráninga inn á gagnagrunn díf. 

2#. Dagatal 2022 rætt og undirbúningur hafinn.

3#. Fjármál deildarinnar rædd, stórir kostnaðarliðir framundan vegna viðgerða og uppfærslna heimasíðu og viðhaldi hennar sem ekki má bíða. Engar útistandandi tekjur vegna dagatals Díf 2019 og 2020.

Hádegishlé kl. 13:00 - 14:00

4#. Ársfundur Díf verður haldinn í Sólheimakoti þann 21. apríl nk. kl.20:00 að því gefnu að rýmkað hafi verið á núverandi sóttvarnarreglum.
Fundur auglýstur þegar nær dregur.

5#. Íslensku hundarnir og systkinin Guffi IS29511/21 og Pitla IS29510/21, fædd 13.03.2014, hafa fengið ættbók HRFÍ og verða þau færð inn í gagnagrunn Díf.

6#. Umræður um pigment/litarhaft í tegundinni og of ljós augu. Ljósbrún og gul augu sjást nú í auknum mæli með öllum litum sem stjórn hefur áhyggjur af.

                  Hlé 17:00 - 19:30

7#. Símafundur með Sóley Rögnu tengilið HRFÍ um fyrirhugaðan fyrirlestur fyrir Díf. Farið yfir uppkast af fyrirlestrinum um byggingu hunda og atriði innan ræktunarmarkmiðs íslenska fjárhundsins en þetta fræðsluerindi hjá deildinni er á döfinni þann 14. mars nk.

 

Fundi slitið kl. 21:00

F.h. stjórnar,

Malin M. Persson ritari