Fundargerðir


27.12.2020

Fjarfundir stjórnar díf 2020 

2. okt. 2020

kl. 20:30  -Allar mættar, Stefanía, Helga, Malin, Hrefna, Rósa og Sóley Ragna

Efni fundar:  Bréf og umsögn v. innsent.  Tegundasýningar HRFÍ, undirbúa fyrir sýningu 10. okt., dómari Þorsteinn Thorsteinson og ISIC undirbúningur hafinn.
Sjónvarps-serían Ráðherrann á RÚV komin í loftið og fylgjumst við með sjónvarpsstjörnunni Snjófells Sólmyrkva næstu sunnudagskvöld.

 

5. okt  2020

kl. 20:30  -Allar mættar

Efni fundar:  Fundargerð frá stjórnarfundi 19.08. 2020 samþykkt og er á heimasíðu.
Uppl. uppfærðar vegna sýningar.
ISIC undirbúningur og umræður.

 

15. okt. 2020

kl. 20:30  -Allar mættar

Efni fundar:  Öllu sýningahaldi HRFÍ aflýst um óákveðin tíma vegna covid.
ISIC skýrsla frá Díf yfirfarin og kláruð fyrir ISIC online þann 24. okt. 2020.

 

3. nóv. 2020

kl. 20:30  -Allar mættar      

Efni fundar:  Stjórnarkonan okkar, Helga Andrésdóttir, var kjörin fulltrúi í framkvæmdanefnd ISIC þann 24. okt. sl. þar sem hún tekur við embætti gjaldkera ISIC.  Fór þingið fram online að þessu sinni, Stefanía Sigurðardóttir formaður díf fundaði í formannahóp ásamt Helgu Andrésdóttur meðstjórnanda díf.
Farið yfir gjaldkeramál díf og samþykkt að veita aðgang v. tilboðsgerðar í heimasíðuna.

 

11.nóv. 2020

kl.20:30  -Allar mættar  

Efni fundar:  Umræður og bréf sett saman af stjórn díf til Ræktunar- og staðlanefndar HRFÍ sem styður okkar afstöðu, svo unnt sé að rækta áfram að óbreyttu undan HD: C hundum.

Stjórn Deildar íslenska fjárhundsins sækir um breytingu á endurskoðuðum 10. kafla reglna um skráningu í ættbók áður en hún tekur gildi þann 1. janúar 2021.

HD í íslenskum hundum á skrá 2010 – 2020 (10 ára tímabil) = samtals 311 hundar:

A – 160 – 51.45%

B – 63 – 20.26%

C – 71 – 22.83%

D – 15 – 4.82%

E – 2 – 0.64%

 

19. nóv. 2020

kl. 20:30  -Allar mættar

Efni fundar: RAFRÆNT DAGATAL / staðsett á heimasíðu díf, www.dif.is   Er það ný útfærsla vegna sérstakra kringumstæðna, ( covid ).

 

27. des. 2020

kl. 21:00 -mættar eru Stefanía, Malin, Rósa, Helga og Hrefna

Efni fundar:  Stjórn díf hittist 5 sinnum á stjórnarfundum á árinu auk ársfundar Díf sem haldinn var á Selfossi þann 11. júní 2020.  Fjarfundir hafa alls verið 7 á tímabilinu okt. - des. 2020 = samtals 13 fundir.

Allar fjarfundargerðir ársins 2020 samþykktar, eru þá allar fundargerðir ársins aðgengilegar á heimasíðu deildarinnar.

Aldrei hafa borist okkur jafn margar innsendar myndir til dagadalsnefndar og í ár, viljum við þakka fyrir það. Einnig var met sala í auglýsingum til ræktanda, meira en tvöföldun frá fyrra ári.

 

 Gleðilegt nýtt ár !

 F.h. stjórnar, Stefanía Sigurðardóttir formaður