Fundargerðir


07.03.2019

Mættar eru Stefanía Sig., Helga Andrésdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Guðríður Þ. Valgeirsdóttir í Fákasel, Ölfushöll kl. 14:30

Guðný Halla væntanleg um kl.16:00  Hrefna Sigfúsdóttir kemur ekki, en verður í opnu síma samtali með okkur síðar á fundinum.

 

Er þetta fyrsti fundur kjörinna fulltrúa stjórnar ásamt Guðríði tengilið HRFÍ eftir ársfund deildarinnar sem var þann 27. feb. sl.

Byrjuðum á að skoða svæðið vel, skipan og aðstöðu m.t.t. deildarsýningar 19. maí nk., sem er í undirbúningi.  Aðgengi er ljómandi gott, mikið pláss innandyra sem og utan sem kemur sér vel og verður gaman að taka á móti íslensku hundunum þarna.  Veitinagstaðurinn verður opinn á meðan á sýningu stendur og einnig fyrirhugað að borða sanan þar að sýningu lokinni.

Umræður um Health Certificate sem við notum í útfluttningi og pet passport.

Umræður um hunda á Bretlandseyjum og erindi frá Elisu Stolt sem hún hefur afturkallað að sinni.

Deildarsýning rædd og skráningafyrirkomulag, hvort leiðin í gegnum hundeweb verði notuð. Gauja býst til að kanna það á skrifstofu.

Ákveðið að bjóða upp á hvolpaflokka, yngri og eldri og að úrslit hvolpa verði kláruð stax þar á eftir á dagskrá sýningar. Að því loknu rúlli allir flokkar.

Guðný Halla er nú mætt á fundinn og farið yfir fyrri liði með henni og hún samþykk því sem komið er.

Stefanía segir að þá sem tímabært að hringja í Hrefnu og skipa í störfin.  Helga Andrésar. sem verið hefur gjaldkeri segist nú muni vinna stíft í að uppfæra got í gagnagrunninn og hafa umsjón með því ásamt heilbrigði.  Hún segist alveg vilja losna frá gjaldkerastörfum og sækist því ekki eftir því áfram. Stefanía spyr stjórnina hvort hún hafi fullan stuðning í formanninn áfram, og það hefur hún.  Stefanía er því formaður áfram.  Ragnhildur býður sig fram í gjaldkerann og allir samþykkir. Hvorki Guðný H., né Helga vilja taka að sér ritarann og gefa það til kynna.  Lagt er til að Hrefna verði ritari sem hún samþykkti.

Skipan nýrrar stjórnar :

Stefanía Sigurðardóttir formaður

Hrefna Sigfúsdóttir ritari

Ragnhildur Sigurðardóttir gjaldkeri

Helga Andrésdóttir meðstjórnandi

Guðný Halla Gunnlaugsdóttir meðstjórnandi

- tengiliður HRFÍ Guðríður Þ. Valgeirsdóttir

Formaður mun sjá um tilkynningar á nýrri stjórn og uppfærslu á dif.is

Fundarritari á ársfundi, Guðný Halla Gunnlaugsdóttir vinnur í fundargerðinni og sendir til yfirlestrar á næstu dögum.

Bréf lesin sem bárust strax að loknum ársfundi til stjórnar ( á milli stjórna ). Ný stjórn kynnir sér málin.

Stefanía formaður vill að það komi fram strax að hún muni ekki láta persónu ákrekstra deildarrmeðlima hamla störf sín fyrir deildina og að sum mál falli einfaldlega ekki undir stjórnarstörf.

Stefanía hefur móttekið bréf eftir ársfund, nú þann 1. mars með eldri fundargerðum, frá Arnfríði Ingu fyrrum ritara annarar stjórnar.

Helga A. les bréf og svar við því sem hefur borist frá Animal Health Trust, tengilið okkar.  Stjórn samþykkir að panta strax 30 kit til sýnatöku.

 

Fundi slitið kl. 18:50

Stefanía Sigurðardóttir formaður