Eldri hundar í leit að heimili

Það er 1 hundur á listanum

Aðstæður geta breyst og því þarf fólk stundum að koma hundinum sínum fyrir á öðru heimili. Hér er því hægt að auglýsa eldri hunda sem vantar heimili. 

Það væri gott að fá senda mynd með.


Krapi

Arnarstaða – Krapi (IS13118/09 ) leitar að framtíðarheimili.

Krapi er fæddur 01.02.2009 og er því 10 ára. Hann er ógeldur.
Krapi er einstaklega ljúfur og góður, hann er einnig mjög góður inn um börn. Hann hefur alla ævi búið í þéttbýli en farið töluvert í sveit þar sem hann hefur fengið að vera laus. Hann elskar fjallgöngur og alla útiveru. Hann er vanur að vera einn heima á daginn. Hann er ekki vanur búri nema í bíl og er hann ekkert of hrifinn af löngum bílferðum. Krapi hefur alltaf verið heilsuhraustur.
Áhugasamir sendi upplýsingar á unaehf@gmail.com