Fundargerðir


02.10.2017

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins Fundur nr. 7
Mánudagur 2.10.2017 kl.18:30
Kaffi Krús

Mættir eru:
Margrét Bára Magnúsdóttir - formaður
Arnfríður Inga Arnmundsdóttir - ritari
Stefanía Sigurðardóttir - meðstjórnandi
Sunna Líf Hafþórsdóttir - meðstjórnandi
Helga Andrésdóttir - gjaldkeri
Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir - tengiliður

1. Fundargerð frá fundi félagsmanna DÍF um endurskoðun ræktunarmarkmiðs

Fundargerðin lesin yfir af stjórn og samþykkt.

2. Augnskoðun

Í síðustu augnskoðun greindist íslenskur fjárhundur með katarakt og fer því í ræktunarbann. Stjórn ákveður að senda bréf til eiganda hunds og ræktanda ásamt eigendum og ræktendum foreldra hundsins. Þar verði tilkynnt um greininguna og hvatt til þess að þessi pörun verði ekki endurtekin og alsystkini hundins verði augnskoðuð þegar þau hafi náð 12 mánaða aldri.

3. Umsókn um lengingu á gildi augnskoðunar fyrir íslenskan fjárhund

Stjórn þarf að skrifa annað bréf til vísindanefndar þar sem breytingar hafa orðið á nefndinni.

4. ISIC Committee

Helga les upp tillögu til að bera upp á ISIC fundinum þar sem kallað er eftir nánara samstarfi. Stjórn samþykkir þessa tillögu.

5. Önnur mál

Rætt um DNA prófanir á hundum.

Sú hugmynd rædd að sækja um styrk frá Erfðalindasetri Landbúnaðarháskólans til að frysta sæði úr íslenskum fjárhundum.

Stefanía kemur með hugmynd um markmiðasetningu stjórnar.

Rætt um deildarsýningu 2018. Stefanía vill ekki halda deildarsýningu á næsta ári og eru Sunna og Arnfríður sammála henni. Stefanía telur að of mikil vinna lendi á stjórn á meðan deildarmeðlimir kvarta án þess að hjálpa til. Helgu finnst sorglegt að hafa ekki sýningu og stingur upp á að spyrja deildarmeðlimi hvort þeir hafi áhuga á að hafa sýningu. Stefanía er ósammála því. Margrét Bára segir frá því að hugsanlega gæti deildin fengið að vera með kynningu á landsmóti hestamanna sumarið 2018. Sunna og Helga eru á þeirri skoðun að ef andinn í deildinni væri betri vildu þær gjarnan hafa deildarsýningu á næsta ári, en Stefaníu finnst ekki þörf á að það sé sýning á hverju ári.

Margrét Bára stingur upp á að deildin biðji um að fá frekar úthlutað sumarsýningu til að útvega sjálfboðaliða þar sem erfitt sé að manna septembersýninguna.

Fundi slitið kl. 22:25

Fyrir hönd stjórnar DÍF
Arnfríður Inga Arnmundsdóttir ritari