Fundargerðir


12.06.2017

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins                                               Fundur nr. 4

Miðvikudaginn 12. júní 2017 kl.18:00

Kaffi Krús Selfossi

 

Mættir eru:

Margrét Bára Magnúsdóttir – formaður

Arnfríður Inga Arnmundsdóttir – ritari

Stefanía Sigurðardóttir - meðstjórnandi

Sunna Líf Hafþórsdóttir – meðstjórnandi

Helga Andrésdóttir – gjaldkeri

Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir - tengiliður

 

1.      Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt

 

2.      Fréttir frá dagatalsnefnd

 

Hugmynd frá dagatalsnefnd um að bjóða upp á ódýrari auglýsingar fyrir ræktendur, 25 þúsund kr. fyrir hálfan renning. Stærðinni verður breytt til hagræðingar í prentun.

 

3.      Blóðsporsnámskeið

 

Undirbúningur fyrir námskeiðið. Arnfríður sækir lykla á skrifstofunni.  Ákveðið að bjóða upp á kaffi/kakó og kex. Helga ætlar að kanna hvað þarf að útvega fyrir námskeiðið.

 

4.      Deildarsýningin

 

Ýmis praktísk atriði vegna deildarsýningar rædd.

Ekki enn komið á hreint hvenær hægt er að opna fyrir skráningu á skrifstofu HRFÍ.

Það verður að minnsta kosti einn dómaranemi, kannski tveir.

Sunna ætlar að biðja Lindu um að búa til sérnetfang fyrir skráningu í mat.

Margrét Bára ætlar að tala við skrifstofu vegna skráningar.

 

5.      Önnur mál

 

Fréttir frá vísindanefnd vegna beiðni um breytingu á gildistíma augnskoðunar. Vísindanefnd skiptist í tvennt í afstöðu sinni.

 

Bikaramál rædd. Bikaranefndin er búin að funda einu sinni. Tveir ræktendur ætla að gefa bikara fyrir deildarsýninguna.  Royal Canin gefur einnig bikara.  Stefanía ætlar að minna á bikarasamninginn.

 

Ræktunarmarkmiðið. Stefnt á að setja drög að markmiðinu inn á DÍF síðuna og tilkynningu á facebook síðuna eftir deildarsýningu, stefna á 17. ágúst. Stefna á að vera með kynningu fyrir deildarmeðlimi 7. september á skrifstofu HRFÍ.

 

Fundi slitið kl.  22:10

 

F.h. stjórnar

 

Arnfríður Inga Arnmundsdóttir ritari