Fundargerðir


13.03.2017

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins                                               Fundur nr. 1

Þriðjudagur 13. mars 2017 kl.18:30

Hveragerði

 

Mættir eru:

Margrét Bára Magnúsdóttir – formaður

Arnfríður Inga Arnmundsdóttir – ritari

Stefanía Sigurðardóttir

Sunna Líf Hafþórsdóttir – meðstjórnandi

Helga Andrésdóttir – meðstjórnandi

Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir – boðaði forföll

 

 

1.      Fundargerðir ársfundar og aukaársfundar lesnar yfir og samþykktar

 

2.      Verkaskipting stjórnar

            Eftir langar umræður skipti stjórn með sér verkum með eftirfarandi hætti:

                       

Margrét Bára Magnúsdóttir – formaður

Arnfríður Inga Arnmundsdóttir - ritari

Stefanía Sigurðardóttir - meðstjórnandi

Helga Andrésdóttir - gjaldkeri

Sunna Líf Hafþórsdóttir - meðstjórnandi

 

3.      Erindi frá félagsmanni varðandi viðurkenningar til hjálparhunda í DÍF

 

Stjórn mun þakka skriflega fyrir tillöguna og benda á að HRFÍ heiðrar nú þegar afrekshunda sem oft hafa verið íslenskir fjárhundar.

Rætt um þá hugmynd að hafa síðu á  heimasíðu DÍF þar sem hægt væri að tilnefna kærleiksvini.

 

4.      Erindi frá 10. febrúar frá félagsmanni vegna rallýstanda

 

Erindi frá félagsmanni sem óskaði eftir að kaupa rallýstanda sem deildin á og fékk að gjöf frá Önnu og Hrefnu Jónsdætrum. Búið að svara erindinu, stjórn vill eiga standana þar sem þeir geta nýst deildinni í framtíðinni. Stjórn mun hafa samband til þess að fá standana afhenta.

 

5.      Erindi frá eiganda íslenskra fjárhunda í Svíþjóð um augnsjúkdóma (PHTVL/ PHPV) í íslenskum fjárhundum

 

Erindi frá augnlækni til viðkomandi um augnsjúkdómana lesið. Umræður í kjölfarið um niðurstöður augnskoðana. Stjórn mun semja svar og senda. Í kjölfarið var rætt um erindi frá HRFÍ vegna óskar um breytingu á tíðni augnskoðana. Stjórn HRFÍ hefur sent erindið til vísindanefndar og er það til umfjöllunar þar.

 

6.      Erindi frá Hans Åke vegna deildarsýningar 2017

 

Hans Åke hefur óskað eftir upplýsingum um efni fyrirlesturs sem hann ætlar að halda í tengslum við deildarsýninguna. Sú hugmynd rædd að hafa námskeið sem höfðar til nýrra ræktenda íslenska fjárhundsins. Það þarf að óska eftir upplýsingum um hvaða óskir hann hefur um gistingu. Margrét Bára ætlar að hafa samband við hann vegna spurninga hans.

 

7.      Erindi frá dómaranema

 

Dómaranemi óskar eftir því að fá að vera dómaranemi á deildarsýningunni. Stjórn ákveður að spyrja Hans Åke hvort hann vilji hafa dómaranema.

 

8.      Fundur með stjórn HRFÍ vegna ræktunarmarkmiðs íslenska fjárhundsins 21. mars

 

Stjórn DÍF þarf að funda með fulltrúum nefndarinnar áður til undirbúnings. Margrét Bára ætlar að athuga með fundarstað og tíma, en stungið er upp á sunnudeginum 19. mars kl. 5 á skrifstofu HRFÍ.

 

9.      ISIC og styrkir

 

Það þarf að fara að svara hversu margir verða sendir á ISIC í ár. Stjórn hefur ákveðið að sækja um styrki, til dæmis hjá Erfðasetrinu, sem mun auglýsa styrki í apríl. Einnig væri hægt að sækja um styrki hjá fleiri stöðum, til dæmis hjá Búnaðarsambandinu, Framleiðnisjóði og landbúnaðarráðuneytinu. 

 

10.  Nefndir og tenglar í stjórn

 

Ákveðið var að hver nefnd hefði tengilið innan stjórnar.

 

Bikaranefnd: Í henni eru Jóninna Hjartardóttir og Kristín P. Birgisdóttir. Stefanía verður tengiliður stjórnar.

Royal Canin gefur BOB, BOS og BÖT, en það þarf að framlengja samninginn. Stefanía leggur til að gerð verði skrá yfir bikara í eigu deildarinnar. Sú hugmynd rædd að gaman væri að hafa verðlaun á deildarsýningu, til dæmis fóður.

 

Atburðanefnd: Í henni eru Elma Cates, Bergrós Gísladóttir og Margrét Þorsteinsdóttir. Sunna Líf verður tengiliður stjórnar.

 

Dagatalsnefnd: Í henni eru Helga Andrésdóttir, Unnur Sveinsdóttir og Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir. Helga Andrésdóttir og Margrét Bára verða tengiliðir stjórnar.

 

Nefnd um dag íslenska fjárhundsins: Í forsvari fyrir hana er Þórhildur Bjartmarz og Margrét Bára verður tengiliður stjórnar.

 

Ræktunarráð: Í því eru Margrét Bára, Helga, Stefanía og Sunna. Margrét Bára er með hugmynd að breytingum þess eðlis að ræktunarráð færi í það að semja ræktunarstefnu og auka fræðslu til ræktenda.

 

 

11.  Önnur mál

 

Hugmynd kom frá Margréti Báru um páskaviðburð á vegum deildarinnar, til dæmis fyrirlestur frá Birnu Baldursdóttur hjá Erfðasetrinu. Ákveðið að athuga frekar að vera með fyrirlesturinn helgina 29.-30. apríl.

 

Fjöldi dagatala til auglýsenda.

Vegna umræðu á ársfundi um fjölda dagatala til auglýsenda hefur stjórn samþykkt að auglýsendur eigi áfram að fá allt að 50 stk. fyrir hálfa auglýsingu, og 100 stk. fyrir heila auglýsingu, en vill vekja athygli á að auglýsendur geta styrkt deildina með því að þiggja færri dagatöl.

Rætt um verð á dagatölum deildarinnar, en ákveðið að vísa því máli til dagatalsnefndar.

 

Heimasíðan

Ákveðið að athuga hvort hægt sé að setja inn myndir af stjórnarmeðlimum.

 

Vekja þarf athygli á nýja örmerkjablaðinu og skrifa þarf frétt um það til að birta á heimasíðu og facebook síðu. Umræður í kjölfarið um eineistunga.

 

Helga segir frá því að Jörgen Metzdorf sé að koma til landsins á sumarsýninguna. Hann er til í að vera með bloodtracking námskeið okkur að kostnaðarlausu, sem gæti verið tekjulind fyrir deildina.

 

Fundi slitið kl. 23:53

 

F.h. stjórnar


Arnfríður Inga Arnmundsdóttir ritari