Fundargerðir


07.10.2013

 

Fundur með fulltrúum Norska Lundahunda klúbbsins

Mánudagur 7. Október 2013
kl: 16:00 – Arnarstöðum

Mættir eru:
Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir – formaður
Rúnar Tryggvason – gjaldkeri
Linda Björk Jónsdóttir – ritari
Helga Andrésdóttir
Þorsteinn Thorsteinson – tengiliður HRFÍ

Ágúst Ágústsson er fjarverandi

Einnig sitja fundinn:
Ingveld Espelien
Areld R. Espelien
Bente E. Eyen

 

Fulltúrar Norsk Lundehund klubb hittu stjórnarmenn DÍF þar sem þau sögðu frá hættunni sem stofn Norska lundahundsins er kominn í. Erfðabreytileiki í tegundinni er orðinn mjög lítill og tegundin farin að bera þess merki á marga mismunandi máta. Hugmynd þeirra er að blanda inn annarri tegund í stofninn og eru þau að kynna sér þær tegundir sem þeim finnst koma til greina, ein þeirra er íslenski fjárhundurinn.
Stjórnarmenn komu með hunda sína og sýndu fulltrúum norska lundahunda kúbbsins margar mismunandi týpur og liti af íslenskum fjárhundi.  Fulltrúar Lundehund klubb færðu DÍF fallega bók um lundahundinn að gjöf.

 

 

 

Fundi slitið 20:00
Linda Björk Jónsdóttir, ritari