Fundargerðir


08.05.2013

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins

Sunnudagur 08. Maí 2013
kl: 20:00 – húsnæði HRFÍ.

Mættir eru:

Ágúst Ágústsson
Rúnar Tryggvason
Linda Björk Jónsdóttir
Helga Andrésdóttir
Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir

1.        Fundargerð síðasta fundar lesin.

2.        Stjórnarskipan

a.        Ágúst og Guðríður bjóða sig fram sem formenn deildarinnar.

                                                               i.      Guðríður er kosin formaður.

b.        Linda verður áfram ritari.

c.        Rúnar verður áfram gjaldkeri.

í stjórn sitja:
Guðríður Valgeirsdóttir – formaður
Linda Björk Jónsdóttir – ritari
Rúnar Tryggvason – gjaldkeri
Ágúst Ágústsson
Helga Andrésdóttir

d.        Nefndir

                                                               i.      Ágúst segir sig úr öll nefndum sem hann hefur setið í fyrir deildina.

                                                              ii.      Dagatalsnefnd. Helga Andrésdóttir, Þorsteinn Thorsteinson og  Brynhildur Inga Einarsdóttir

                                                            iii.      Göngunefnd: Hafdís Ólafsdóttir, Haraldur Örn Björnsson, ætlar mögulega að vera með.

                                                             iv.      Skemmtinefnd. Linda B. Jónsdóttir, Sunna Líf Hafþórsdóttir og Lára B. Finnbogadóttir


3.        Deildarsýning 13. Júlí 2013 og fl.

a.        Búið er að skipuleggja gistingu fyrir dómarann, bílferðir og velja svæði. (Skógræktarfélag Akranes)

b.        Ákveðið að setja í gang skráningu sem fyrst og auglýsa.

c.        Sækja um leyfi hjá MAST fyrir sýningu.

d.        Ágúst ætlar að athuga með prentun fyrir sýningaskrá.

e.        Lilja Dóra ætlar að vera ritari og Herdís Hallmarsdóttir hringstjóri. Ágúst ætlar að kanna hjá Lilju Dóru hvort ekki sé sniðugt að bjóða dómaranemum á íslenskan fjárhund að vera starfsfólk sýningar.

f.         Dómaragjöf: Rætt um að athuga með myndband um íslenska fjárhundinn hjá HRFÍ og dagatal.

g.        Talað um að bjóða einstaklingum/verslunum að selja varning á deildarsýningunni.

h.        Það þarf að athuga með ritaraborð.

i.         Hugmynd með að hafa barn og hundur.

j.         Rétt að ákveða sýningu 2014 sem fyrst, ákveða dagsetningu og dómara.

4.        Bikaramál fyrir maí sýningu HRFÍ Reykjavík winner.

a.        Ákveðið að hafa eignabikara fyrir BOB og BOS.

b.        Rætt um hvað hundur þarf að fá til að fá bikar.

c.        Jóninna Hjartardóttir er með bikar sem hana langar að gefa.  Ákveðið að leita samþykki hennar um að gefa  bikarinn í Besta öldung sýningar á deildarsýningunni í júlí.

Almennt um bikaramál.

Eftirfarandi reglur gilda um afhendingu bikara fyrir íslenskan fjárhund bæði á sýningum HRFI og sýningum DÍF

                                                               i.      DÍF útvegar eignabikar fyrir BOB og BOS

                                                              ii.      DÍF útvegar eignabikar fyrir besta öldung tegundar.

                                                            iii.      DÍF útvegar verðlaunapening fyrir:
Besti hvolpur tegundar, báðir aldursflokkar; fyrsta sæti af báðum kynjum.

                                                             iv.      Ekki er nauðsynlegt að hvolpur í fyrsta sæti hafi hlotið heiðursverðlaun til að hljóta verðlaun.

                                                              v.      Til að afhenda verðlaun í ungliða, unghunda, opnum og meistaraflokki verður hundur að fá meistaraefni en í öldungaflokki heiðursverðlaun eða meistaraefni.

 

5.        Önnur mál

a.        Hvetja fólk að kynna sér hvað er í gangi hjá Vinnuhundadeild á vefsíðu deildarinnar.

b.        Kanna hvort DÍF hafi möguleika á að selja myndband um íslenska fjárhundinn fyrir HRFI.

c.        Bréf frá Þórhildi Bjartmarz.  Samþykkt að sækja um til HRFÍ að DÍF fái að halda bronspróf. Rúnar tekur að sér að tala við Dagbjörtu hjá vinnuhundadeild.

d.        Fyrirspurn frá Margréti Báru um síðu á facebook á vegum DÍF. Hún spyr hvernig standi á því að innlegg varðandi rakkablaðið Vask sé eytt út af síðunni. Enginn í stjórn veit um ástæðu þess að innleggin sem um ræðir hafa horfið af facebook og hún hvött til að setja umrædd innlegg aftur inn.

e.        Augnskoðunarmál – ákveðið að stjórn kynni sér betur augnsjúkdóma sem geta hrjáð tegundina og reyna að fá fund með dýralækni.

 

 

 

Fundi slitið 22:30
Linda Björk Jónsdóttir - ritari